Abstract

Frá því á áttunda áratugnum hefur lýðræðisleg borgaravitund verið markmið íslensks menntakerfis og viðfangsefni Sigrúnar Aðalbjarnardóttur í kennslu og rannsóknum. Á síðustu áratugum hefur orðið vitundarvakning um þessi málefni. Í nýlegu riti Evrópuráðsins, Competences for Democratic Culture, er sett fram líkan með 20 ólíkum tegundum af hæfni sem lýðræðisleg borgaravitund krefst, þar sem hæfnin er ýmist (i) gildi, (ii) viðhorf, (iii) færni eða (iv) þekking og skilningur (Council of Europe, 2016). Líkan Evrópuráðsins er gagnrýnt og lögð til sú skilgreining á lýðræðislegri hæfni að hún sé samþætt úr gildum, viðhorfum, færni og þekkingu. Þessi skilningur er settur í samhengi við rannsóknir Sigrúnar á borgaravitund í lýðræðisþjóðfélagi. Í riti Evrópuráðsins er lýðræðisleg hæfni ekki sett í samhengi við ólíkar kenningar um lýðræði og því er ekki alltaf ljóst hvað geri hæfni lýðræðislega. Í greininni er þrenns konar kenningum um lýðræði lýst og skilgreindar eru sjö tegundir lýðræðislegrar hæfni sem byggjast á hugmyndum um lýðræði í anda Johns Dewey.

Highlights

  • Vitaskuld verður þessari spurningu ekki svarað með afdráttarlausum hætti – fólk sem sækist eftir lýðræði hefur ólíkar ástæður fyrir því og svo eru aðrir sem ekki kæra sig yfirleitt um lýðræðið

  • Ég hef reynt að setja fram hugmynd um lýðræðislega hæfni sem felur í sér að gildi lýðræðis sé ekki fyrst og fremst neikvætt – þ.e. forði okkur frá hörmungum eins og einvaldurinn hjá Hobbes sem frelsar fólk frá ríki náttúrunnar – heldur hafi lýðræði jákvætt gildi sem umgjörð um samlíf fólks, eins og bæði Dewey og Sigrún Aðalbjarnardóttir líta á það

Read more

Summary

Introduction

Vitaskuld verður þessari spurningu ekki svarað með afdráttarlausum hætti – fólk sem sækist eftir lýðræði hefur ólíkar ástæður fyrir því og svo eru aðrir sem ekki kæra sig yfirleitt um lýðræðið. Í samræmi við þetta taldi hann að lýðræði ætti rætur í einstaklingsbundnum viðhorfum og venjum – lýðræðislegri manngerð eða karakter og siðferðilegum dygðum – og sagði að stofnanir samfélagsins væru ekki lýðræðislegar nema að því leyti sem þær endurspegluðu einstaklingsbundin, lýðræðisleg viðhorf í daglegri starfsemi sinni (Chambers, 2013).

Results
Conclusion
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call