Abstract

Ákvæði grunnskólalaga um að búa eigi nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi er hér skoðað í ljósi hugmynda Sigrúnar Aðalbjarnardóttur. Skólastarf í anda þessa ákvæðis veltur óhjákvæmilega á því hvaða skilningur er lagður í lýðræði, hvað það þýði að búa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Kynnt eru til sögunnar þrjú lýðræðisviðhorf sem fela í sér ólíka sýn á borgarana og mismunandi hugmyndir um borgaravitund nemenda sem búa skal undir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Því er haldið fram að í menntunarkenningu og menntunarstarfi Sigrúnar sé samræðuhæfni lykilhugtak sem felist einkum í því að fást farsællega við félagslegan ágreining og mynda samstöðu um sameiginleg gildi. Samkvæmt Sigrúnu beinist samræðan síður að því að meta vægi raka og réttmæti gilda, en það krefst ræktunar gagnrýninnar hugsunar og rökræðufærni. Færð eru rök fyrir því að bæði samstaða um lýðræðisleg gildi og gagnrýnin rökræða sé nauðsynleg til að takast á við þær áskoranir sem lýðræðissamfélagið stendur nú frammi fyrir.

Highlights

  • In the three main sections of the paper, the educational ideas of Sigrún Aðalbjarnardóttir are discussed and interpreted in light of each of these models of democracy

  • Að mati Sigrúnar eru þetta allt ríkar ástæður til þess að stefna að því í uppeldi og skólastarfi að efla borgaralega vitund ungmenna sem sé í raun „hollustueiður við siðferðileg og pólitísk gildi í þágu samfélagsins“

  • Að það séu kennd ákveðin vinnubrögð við það að meta upplýsingar.“ Í þessu samhengi má líka minna á röksemdir sagnfræðingsins Timothy Snyder (2018) í bókinni Um harðstjórn þar sem hann brýnir borgara lýðræðissamfélagsins til dáða með því að tileinka sér sögulega lærdóma til að berjast gegn öflum í samtímanum sem grafa undan lýðræðislegum gildum og stjórnsiðum

Read more

Summary

MENNTAHUGMYNDIR SIGRÚNAR OG LÝÐRÆÐISVIÐHORF

Í annarri grein grunnskólalaga (nr. 91/2008) segir: „Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.“ Þetta er stórmerkileg lagagrein og brýnt að velta því fyrir sér hvernig best megi vinna í anda hennar. 91/2008) segir: „Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.“ Þetta er stórmerkileg lagagrein og brýnt að velta því fyrir sér hvernig best megi vinna í anda hennar. Sigrún hittir naglann á höfuðið þegar hún skrifar: „Til að viðhalda lýðræðinu og gildum þess er brýnt fyrir hvert lýðræðisþjóðfélag að hafa eins skýra sýn og kostur er á í hverju lýðræðið felst, hver þau gildi eru sem þar ríkja, hver þau eigi að vera og hvernig megi rækta þau“ En lýðræði er snúið hugtak og fjarri því einfalt að ræða hvernig búa skal nemendur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi. Ég mun hér á eftir lýsa nokkrum megineinkennum á þessum fræðilegu hugmyndum, en í samhengi þessarar greinar er mest um vert að þær fela óbeint í sér mismunandi hugmyndir um vitundarvakningu nemenda sem búa skal undir líf í lýðræðisþjóðfélagi, og verða þær hugmyndir í brennidepli

Frjálslyndar hugmyndir
Þátttaka og þroski
Rökræðumiðað lýðræði
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call