Abstract

Dr. Broddi Jóhannesson var einn áhrifamesti skólamaður tuttugustu aldar á Íslandi. Hann lét til sín taka á nánast öllum sviðum menntunar- og skólastarfs. Broddi var sjálfstæður hugsuður. Hann fléttaði saman vísindarannsóknir, íslenska bændamenningu, eigin athuganir og reynslu á afar frumlegan og sérstæðan hátt. Reyndar setti hann aldrei fram grundvallarkenningar sínar í samræmdri heild. Hann bauð ekki heldur upp á formúlur eða staðlaðar skyndilausnir í kennslu og skólastarfi. Þess í stað lagði hann áherslu á frelsi nemenda og kennara til þess að velja sér verkefni, ákveða kennsluaðferðir og efnistök, takast á við óvissu og efla kjark efans. Þannig vildi Broddi ná því markmiði skólastarfs að veita öllum nemendum jafnt sem kennurum tækifæri til þess að verða sjálfstæðir, skapandi einstaklingar, tilbúnir til þess að takast á við viðfangsefni daglegs lífs og sækja fram á eigin forsendum. Í þessari grein er fjallað um nokkrar grunnhugmyndir Brodda um uppeldi og skólastarf. Þá er leitast við að sýna fram á hvernig Broddi vann með þaulhugsað greiningarkerfi er setti manngildið ofar skrifræði, frelsi og sköpun ofar stöðluðum vinnubrögðum og gagnrýnin vinnubrögð ofar kennivaldi og kreddutrú.

Highlights

  • Hann varar þannig eindregið við því að breyta einstökum þáttum í kennslu og skólamálum án þess að athuga vel og gaumgæfilega hvernig þeir falla að kerfinu eins og það er í heild (Broddi Jóhannesson, 1978b)

  • Í orðum sínum og verkum lagði Broddi Jóhannesson áherslu á að markmið alls skólastarfs væri að skapa sjálfstæða og skapandi einstaklinga, efla dómgreind nemenda og auka þekkingu þeirra og færni til þess að takast á við viðfangsefni daglegs lífs og bjóða þeim nám sem hefði gildi í sjálfu sér

  • Það er hins vegar kominn tími til þess að rifja upp sígildar hugmyndir Brodda Jóhannessonar um kennslu og skólastarf og setja þær í samhengi við það sem nú ber hæst með það í huga að skapa ávirka umræðu um uppeldismál, kennslu og vísindi

Read more

Summary

Introduction

Það hjálpar okkur því ekki mikið til skilnings á verkum Brodda að reyna að flokka verk hans undir einhverja fræðastefnu eða staðsetja hann sem fylgismann einhvers tiltekins fræðimanns. Hann varar þannig eindregið við því að breyta einstökum þáttum í kennslu og skólamálum án þess að athuga vel og gaumgæfilega hvernig þeir falla að kerfinu eins og það er í heild (Broddi Jóhannesson, 1978b).

Results
Conclusion
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call