Abstract

Í grein þessari er sjónum sérstaklega beint að tveimur grundvallarhugtökum: Lögum og samfélagi. Af eldri heimildum verður ekki glögglega ráðið að almennur málskilningur hafi dregið skýra markalínu milli samfélags annars vegar og laga hins vegar. Hvað sem framþróun á báðum sviðum líður hefur sambandið þarna á milli ekki enn rofnað og raunar má samhengið heita augljóst þegar að er gáð. Áhrifin eru víxlverkandi. Af gagnkvæmni þessari leiðir meðal annars að frelsis og réttinda verður ekki krafist án þess að menn axli samsvarandi ábyrgð og skyldur. Skilningur á þessum grunnþætti lagahugtaksins markar á þann hátt undirstöðu fyrir daglegt líf okkar og störf.

Highlights

  • This article is focused on two basic concepts: Law and Society

  • Comprehension of this basic strand in the concept of law demarcates the basis for our everyday existence

  • Í ljósi efnahags- og stjórnmálaástands á Íslandi, eins og því hefur verið háttað eftir bankahrunið, þótti höfundi þessi skoðun við fyrstu sýn ekki fullkomlega rökrétt

Read more

Summary

Lagahugtakið að fornu og nýju

„Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“. 1.1 Almennt Hugtakið lög stendur í forgrunni allrar pólitískrar, samfélagslegrar og auðvitað lögfræðilegrar umræðu nú á tímum. Í þrengri merkingu skírskotar lagahugtakið einungis til þeirra fyrirmæla sem sett hafa verið af handhöfum löggjafarvalds með stjórnskipulega réttum hætti (Sigurður Líndal 2003, 5). Í rýmri merkingu tekur lagahugtakið til allra gildandi réttarreglna, hver sem uppruni þeirra er, og án tillits til þess hvort þær eru skráðar eða óskráðar Hvað sem því líður má segja, að hvort sem við skoðum lögin út frá sjónarhóli þeirra sjálfra eða þess mannfélags sem þau þjóna, eru fáar ályktanir nærtækari en sú að erfitt sé að hanna eitt sniðmát sem öll lög passa inn í eða sem útskýrir hvern einasta þátt lagafyrirbærisins til hlítar.

Samfélag manna
Um samhengi laga og samfélags
Samfélagssáttmáli
Lög eru samstarfsverkefni og byggjast á gagnkvæmum réttindum og skyldum
Samantekt
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call