Abstract

Markmið rannsóknarinnar var að skoða líðan leik- og grunnskólakennara í lok vinnudags og starfsaðstæður þeirra til að komast að því hvaða þættir í starfsumhverfi þeirra ýmist skapa eða draga úr góðri líðan á vinnustað. Settar voru fram fjórar rannsóknarspurningar: (1) Hvernig leið leik- og grunnskólakennurum í lok vinnudags síðastliðna þrjá mánuði? (2) Líður leik- og grunnskólakennurum betur eða verr í lok vinnudags en öðru starfsfólki sveitarfélaga? (3) Hvaða tengsl eru milli starfsaðstæðna leik- og grunnskólakennara og þess að vera stressaðir í lok vinnudags? (4) Hvaða tengsl eru milli starfsaðstæðna leik- og grunnskólakennara og þess að vera úrvinda í lok vinnudags? Rannsóknin er byggð á rafrænni spurningalistakönnun sem lögð var fyrir allt starfsfólk sveitarfélags á haustdögum 2016, eða 1566 manns. Svarhlutfallið var 70,2%. Leik- og grunnskólakennarar voru 45,2% svarenda í rannsókninni. Niðurstöðurnar sýna að 35,4% leik- og grunnskólakennara fannst þeir hafa verið mjög oft eða frekar oft stressaðir í lok vinnudags síðastliðna þrjá mánuði og 49,7% fannst þeir hafa verið mjög eða frekar oft úrvinda í lok vinnudags síðastliðna þrjá mánuði. Sjá mátti að leik- og grunnskólakennarar voru í mun meira mæli en annað starfsfólk sveitarfélaga stressaðir og úrvinda í lok vinnudags (p < 0,001). Fram komu ýmist meðalsterk eða veik tengsl milli staðhæfinganna um starfsaðstæður og þess að vera stressaður og úrvinda í lok dags. Það þýðir að líðan þeirra leik- og grunnskólakennara sem upplifðu starfsaðstæður góðar var betri í lok vinnudags en þeirra sem upplifðu starfsaðstæður síðri. Sterkust voru tengslin milli þess að vera stressaður og úrvinda í lok vinnudags og að upplifa ójafnvægi milli vinnu og einkalífs, óánægju með stjórnun vinnustaðarins og almenna óánægju í starfinu. Niðurstöðurnar sýna mikilvægi þess að huga vel að streituvaldandi þáttum í starfsumhverfi leik- og grunnskólakennara og styrkja heilsuverndandi þætti í starfsumhverfinu, kennurum og nemendum til heilla.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call