Abstract
Kynferðiseinelti er einelti sem beinist að kynferði þess sem fyrir því verður, undir þeim formerkjum að viðkomandi sýni ekki viðtekinn kvenleika eða karlmennsku. Einelti af þessu tagi hefur lítið verið skoðað með fræðilegum hætti hérlendis. Í greininni er fjallað um kynferðiseinelti og upplifun ungmenna sem hafa af því reynslu. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt en gagnasöfnun fór fram í formi hálfstaðlaðra einstaklingsviðtala. Tekin voru viðtöl við níu ungmenni sem upplifað höfðu kynferðiseinelti á skólagöngu sinni í grunn- og framhaldsskólum. Niðurstöðurnar benda til þess að kynjamisrétti meðal unglinga sé yfirleitt hunsað í skólamenningu þeirra skóla sem um ræðir og að síður sé tekið á því einelti sem beinist að kynferði brotaþola en öðru einelti. Kynferðisleg áreitni og druslustimplun eru meðal birtingarmynda kynferðiseineltis og virðast eiga þátt í mótun kvenleikans. Niðurstöðurnar benda enn fremur til þess að nauðsynlegt sé að vinna með skólamenninguna í heild til þess að hægt sé að taka á og fyrirbyggja kynferðiseinelti.
Highlights
Qualitative methods were used and interviews taken from August to November 2016
Langflestar rannsóknir á ofbeldi og áreitni í skólum snúast um líkamlegt eða andlegt einelti auk þess sem sjónum hefur nýlega einnig verið beint að rafrænu einelti (Helga Lind Pálsdóttir, 2012)
Í notkun á orðinu kynferði virðist yfirleitt vera gert ráð fyrir því að kyn og kyngervi passi saman og falli innan tvíhyggju karl- eða kvenkyns
Summary
Kynferðiseinelti er einelti sem beinist að kynferði þess sem fyrir því verður, undir þeim formerkjum að viðkomandi sýni ekki viðtekinn kvenleika eða karlmennsku. Niðurstöðurnar benda til þess að kynjamisrétti meðal unglinga sé yfirleitt hunsað í skólamenningu þeirra skóla sem um ræðir og að síður sé tekið á því einelti sem beinist að kynferði brotaþola en öðru einelti. Langflestar rannsóknir á ofbeldi og áreitni í skólum snúast um líkamlegt eða andlegt einelti auk þess sem sjónum hefur nýlega einnig verið beint að rafrænu einelti (Helga Lind Pálsdóttir, 2012). Afar lítið er til dæmis til af rannsóknum og umfjöllun um kynferðislega áreitni og einelti sem beinist að kyni brotaþola og á sér stað í skólum (Helseth, 2007; Lipson, 2001; Witkowska, 2005). Í greininni er spurt: Hvað er kynferðiseinelti, með hvaða hætti er það hluti af íslenskri skólamenningu og á þátt í mótun kvenleikans, og hverjar eru afleiðingar þess?
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.