Abstract

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig innflytjendafjölskyldur sem eigafötluð börn takast á við daglegt líf hér á landi, samskipti þeirra við nærsamfélagið ogþjónustukerfin sem ætlað er að styðja fjölskyldur fatlaðra barna. Rannsóknarsniðiðvar eigindlegt og byggðist á viðtölum við foreldra og þátttökuathugunum á heimilumþeirra. Tólf innflytjendafjölskyldur tóku þátt í rannsókninni. Þær höfðu dvalið áÍslandi allt frá 18 mánuðum til 20 ára og áttu samtals 16 fötluð börn. Reynsla fólksinsvar margþætt og breytileg en staða margra fjölskyldna var erfið, þær stóðu einar oghöfðu lítið stuðningsnet. Þótt samanburðurinn við upprunalandið væri hugsanlegahagstæður gat reynst erfitt að takast á við og samþætta viðfangsefni daglegs lífs.Óvissa í húsnæðismálum, atvinnumálum og fjármálum mótaði líf margra. Tungumálakunnátta,tryggur fjárhagur, öruggt húsnæði og viðeigandi stuðningur réðmestu um það hvernig fjölskyldunum farnaðist í nýju landi. Mikilvægt er að hugaað samskiptum og upplýsingagjöf í þjónustu við innflytjendafjölskyldur með fötluðbörn og hafa menningarhæfni að leiðarljósi.

Highlights

  • Sjónum er þá beint að ólíkum viðhorfum og venjum sem geta mótað upplifun og túlkun fólks á reynslu sinni og aðstæðum og það hvernig það skilur aðra

  • Í stöðluðu vinnuumhverfi þjónustukerfanna virðist ekki alltaf vera gert ráð fyrir nægum tíma til tengslamyndunar eða til að upplýsa, útskýra og fylgja málum eftir (Khanlou o.fl., 2015; Lindsay o.fl., 2012)

  • Alls tóku 12 fjölskyldur þátt í rannsókninni og höfðu þær dvalið hér á landi allt frá 18 mánuðum til 20 ára þegar fyrsta viðtal fór fram, meðaldvalartími var 10,5 ár

Read more

Summary

FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR OG SJÓNARHORN

Bent hefur verið á að lítið sé fjallað um innflytjendafjölskyldur í rannsóknum sem snúa að fjölskyldum fatlaðra barna (Berg, 2015). Áður en lengra er haldið er því rétt að draga fram til samanburðar það helsta sem vitað er um líf og aðstæður innlendra fjölskyldna sem eiga fötluð börn

Innlendar fjölskyldur og fötluð börn
Innflytjendafjölskyldur og fötluð börn
Fræðileg sjónarhorn
AÐFERÐIR OG FRAMKVÆMD
Gagnaöflun og greining
Siðferðileg atriði og álitamál
Samskipti við þjónustustofnanir
Reynsla og aðstæður innflytjendafjölskyldna
Tungumál og samskipti
Þörf fyrir samþættingu
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call