Abstract

Rannsóknir á hljóðþróun íslenskumælandi barna eru á fremur þröngu aldursbili eða komnar til ára sinna. Nauðsynlegt er að afla viðmiða m.a. til að skera úr um hvort börn fylgi aldursbundnum framburðarþroska eða hvort þau séu með frávik í framburði málhljóða. Upplýsingar um hljóðþróun geta auk þess gagnast í rannsóknum og vinnu í tengslum við hljóðvitund, hljóðkerfisvitund og lestrartileinkun. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hljóðþróun á breiðu aldursbili og kanna á hvaða aldri börn tileinka sér samhljóð og samhljóðaklasa, m.a. til að afla viðmiða um dæmigerðan framburðarþroska. Þátttakendur voru 437 börn á aldrinum 2;6-7;11 ára. Gögnum var safnað með því að leggja fyrir Málhljóðapróf ÞM. Helstu niðurstöður voru þær að stígandi er í málhljóðatileinkun barna en þó gætir rjáfuráhrifa fyrir fjögurra ára aldurinn, þ.e. börn hafa náð 90% allra stakra samhljóða strax á aldursbilinu 3;6-3;11 ára. Samhljóðaklasar eru seinna á ferðinni og var 90% markinu ekki náð fyrr en börnin voru á sjöunda ári. Börn tileinka sér fyrst /m/, /n/, /b/, /d/, /l/ og /h/ en þau hljóð sem birtast einna síðast í máli barna eru /r/, /s/, /þ/, [?] og [n?]. Þegar samhljóðin eru flokkuð eftir myndunarhætti ná börn fyrst tökum á nefhljóðum (ef frá er talið [n?] í framstöðu orða) en lokhljóð og hliðarhljóð fylgja fast á eftir. Börn eru lengur að tileinka sér önghljóð og sveifluhljóð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna glögglega hvernig greina má milli barna með dæmigerða hljóðþróun og jafnaldra sem þurfa á talþjálfun að halda. Jafnframt leggja þær grunn að frekari athugunum á tengslum málhljóðamyndunar og lestrartengdra þátta eins og að tengja málhljóð við bókstaf.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.