Abstract

Í greininni er sjónum beint að heimspekilegri orðræðu um hjartað og grafist fyrir um merkingu og mikilvægi þessa hugtaks í siðfræðilegu samhengi. Fyrst er rætt um hjartað í ljósi hefðarinnar og upprunalegs skilnings á heimspeki sem viskuást. Þá eru tengsl hjartans við eigingildi skoðuð, það er hjartað er sett í samhengi við skilning á gildi hlutanna í sjálfu sér. Því næst er athyglinni beint að sambandi hjartans og mannlegs særanleika og berskjöldunar. Gerð er grein fyrir þeirri hugmynd að hjartað, í mynd líkamlegs, félagslegs og andlegs særanleika, sé kjarni mennskunnar og hins mannlega eiginleika að vera opinn fyrir veröldinni. Hjartað er þá jafnframt skilið sem aðsetur þess hæfileika mannssálarinnar að geta orðið fyrir sterkum áhrifum eða djúpt snortin af því sem hún kemst í snertingu við. Að því loknu verður varpað nokkru ljósi á hjartað sem skynjun eða innsæi, og sú þýðing hugtaksins tengd sérstaklega við hugtök á borð við ímyndunarafl og ást. Þá er vikið að tengslum hugtaksins við frumspekilegan skilning fólks á eðli veruleikans og þeirri hugmynd varpað fram að hjartað feli í sér þann skilning að veruleikinn sé leyndardómur. Loks verður spurt hvaða þýðingu það hefur fyrir hugmyndir okkar um siðferðilegan skilning og siðferðilega menntun ef hjartað er tekið alvarlega.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.