Abstract

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samræmi í orðtíðni í íslenskum og enskum textum á lesskilnings- og náttúruvísindahluta PISA-prófanna 2018. Ef þýðing texta í alþjóðlegu prófi er þyngri eða léttari en sami texti á upprunalega málinu getur það haft áhrif á skilning og skekkt samanburð milli tungumála.Greindir voru tveir textar úr lesskilningshluta PISA 2018 og tveir úr náttúruvísindahlutanum. Notaður var orðtíðnilisti Íslenskrar risamálheildar og enskur orðtíðnilisti sem byggist á tveimur málheildum og er aðgengilegur í gegnum hugbúnaðinn VocabProfile. Orðin voru flokkuð eftir tíðni í fimm flokka. Ef munur var á tíðniflokki orða á íslensku og ensku var kannað hvort til væri samheiti fyrir íslenska orðið í sama tíðniflokki og það enska og lengd samheita borin saman.Niðurstöður benda til að hlutfall algengustu orða sé lægra í textum íslensku þýðingarinnar en í ensku frumtextunum og að hlutfall orða í flokki sjaldgæfustu orðanna sé umtalsvert hærra í íslensku textunum en þeim ensku. Þá virðist dreifing orða á milli orðtíðniflokka vera jafnari í ensku en íslensku þýðingunni. Fram komu vísbendingar um ákveðið ósamræmi og ójafnvægi sem fólst í að tveir þriðju hlutar þeirra íslensku orða, sem féllu í annan tíðniflokk en ensku orðin, voru sjaldgæfari en samsvarandi ensk orð. Í ljós kom að fækka hefði mátt orðum í ólíkum orðtíðniflokkum með því að nota íslenskt samheiti í sama orðtíðniflokki og enska orðið og að draga hefði mátt enn frekar úr ósamræminu með því að velja samheiti úr nærliggjandi tíðniflokki. Hlutfall íslenskra samheita sem voru algengari og lengri var yfir 30% í textunum fjórum. Niðurstöðurnar gefa tilefni til að endurskoða þurfi leiðbeiningar OECD og beina því til þýðenda að þeir taki mið af orðtíðnilistum við val á orðum.

Highlights

  • Greindir voru tveir textar úr lesskilningshluta PISA 2018 og tveir úr náttúruvísindahlutanum

  • Í ljós kom að fækka hefði mátt orðum í ólíkum orðtíðniflokkum með því að nota íslenskt samheiti í sama orðtíðniflokki og enska orðið og að draga hefði mátt enn frekar úr ósamræminu með því að velja samheiti úr nærliggjandi tíðniflokki

  • Niðurstöðurnar gefa tilefni til að endurskoða þurfi leiðbeiningar OECD og beina því til þýðenda að þeir taki mið af orðtíðnilistum við val á orðum

Read more

Summary

Auður Pálsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna samræmi í orðtíðni í íslenskum og enskum textum á lesskilnings- og náttúruvísindahluta PISA-prófanna 2018. Þegar PISA-prófin voru lögð fyrir í fyrsta skipti árið 2000 var frammistaða íslenskra ungmenna í lesskilningi á pari við meðaltal OECD en hefur síðan hrakað verulega, samtals um 25 stig sem samsvarar rúmlega hálfu skólaári. Þegar horft er til niðurstaðna PISA í læsi á náttúruvísindi frá árinu 2006 til 2015 hefur frammistöðu íslenskra nemenda farið aftur og gildir það um alla undirþætti, þekkingarsvið og efnissvið náttúruvísinda. Líkt og í lesskilningshluta PISA-prófa sýna niðurstöður fyrir læsi á náttúruvísindi fjölgun nemenda í lægstu hæfniþrepum og fækkun í efstu hæfniþrepunum. Í samanburði á milli landa eins og í PISA þarf að vera sem best samræmi á hvernig reynir á orðaforða nemenda svo réttmætis sé gætt og prófin mæli það sem þeim er ætlað að mæla. Því var í þessari rannsókn rýnt í orðaval í íslenskri þýðingu PISA 2018

Fræðilegur grunnur
Val á málheildum og orðtíðnilistum
Greining gagna
Hlutfall orða í hverjum orðtíðniflokki
Íslensk orð í algengari tíðnif lokki en ensk
Fjöldi orða í ólíkum tíðnif lokki á íslensku en ensku
Findings
Aldauði risaeðlanna
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call