Abstract

Í Laxdælu fléttast saman margir þræðir. Sumir eru næstum eins og sjálfstæðar frásagnir inni í stærri framvindu. Þessi flókna saga er alloft notuð sem kennsluefni við grunnskóla og framhaldsskóla. Eitt af vandamálum kennara sem kynna hana fyrir unglingum er að einfalda söguna. Slík einföldun getur meðal annars falist í því að rekja meginþræði sem tengja mörg atvik.Einn þráður sem liggur gegnum stóran hluta sögunnar rekur hvernig Guðrún Ósvífursdóttir hefst af takmörkuðum efnum til valda og virðingar. Annar segir hvernig draumar hennar koma fram. Sennilega er engin leið að þræða allt söguefnið á eina festi, enda ganga nokkrir þræðir gegnum hvern kafla. Í greininni er rökstutt að sá þráður sem tengir flesta kaflana sé sagan um ógæfu Bolla Þorleikssonar.Þótt sagan sé hér túlkuð sem saga um ógæfu Bolla er jafnframt bent á hvað hægt er að skilja hana á marga vegu. Hún vekur spurningar en skammtar upplýsingar hæfilega naumt til að svara þeim ekki. Lesandinn þarf að glíma við gátur sem hann fær ekki einhlít svör við. Það er næstum eins og sögumaður kalli eftir umhugsun og umræðu. Þetta er eitt af því sem gerir Laxdælu að heppilegu kennsluefni, ekki bara til þess að kynna heim Íslendingasagna fyrir nemendum heldur líka til að kenna þeim að rökræða og hugsa um siðferðileg efni.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call