Abstract

Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu nemenda sem glíma við námsvanda. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað styður og hvað hindrar nemendur í HÍ sem glíma við námsvanda í að takast á við nám sitt? Tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl og rýnihópsviðtal við sex nemendur í BA-námi við félagsráðgjafardeild. Niðurstöður sýna að viðmælendur voru ánægðir með ýmsa þætti í skipulagi námsins og fannst skilningur kennara á stöðu þeirra vera góður en töldu þó að í kennsluháttum væru ýmsar hindranir sem gerðu þeim erfitt fyrir. Þær hindranir felist meðal annars í erfiðleikum við aðlögun að háskólasamfélaginu, álagi í námi sem veldur streitu og kvíða og því að of lítið tillit sé tekið til námsvanda þeirra. Slík innsýn í viðhorf nemenda sem glíma við námsvanda getur gagnast kennurum við að taka tillit til fjölbreytileikans í nemendahópnum og stuðlað þannig að bættri sálfélagslegri líðan nemenda, sem aftur hjálpar þeim við námið. Auk þess sýna niðurstöður að aukin áhersla á kennslu í fræðilegum vinnubrögðum ásamt virkri endurgjöf í námi getur hjálpað nemendum með námsvanda.

Highlights

  • N formal examinations (Callens et al, 2012; Erskine & Seymour, 2005; Mortimore & Crozier, 2006; Simmons & Singleton, 2000)

  • Í rýnihópsviðtalinu voru sömu meginatriði lögð til grundvallar umræðunni til að öðlast aukinn skilning á viðhorfum nemenda til þessara þátta og reynslu þeirra af þeim

  • Þeim þemum var síðan fylgt eftir í rýnihópsviðtalinu með því að stýra umræðunni inn á þær brautir

Read more

Summary

ÁHRIFAÞÆTTIR Í NÁMI

Rannsóknum á háskólakennslu hefur fjölgað á undanförnum árum og hafa niðurstöður sýnt að samspil kennslu og náms nemenda er flókið og áhrifaþættir fjölmargir (Aswin o.fl., 2015; Bain, 2004). Þá hafa rannsóknir sýnt að háskólanemar sem eiga við námsvanda að stríða, svo sem vegna námserfiðleika, persónulegra erfiðleika eða tungumálaerfiðleika, standa frammi fyrir meiri hindrunum í námi en aðrir. Auk þess hafa rannsóknir sýnt að nemendur sem glíma við námsvanda eiga oft í meiri erfiðleikum en aðrir með að samþætta námið við önnur verkefni fullorðinsáranna vegna þess álags sem náminu fylgir (Arnett, 2016; Weimer, 2010). Af því má sjá að nemendur með námsvanda eru viðkvæmur hópur sem er mikilvægt að koma til móts við, bæði til að koma í veg fyrir streitu og vanlíðan á meðal þeirra og til að auka líkur á að þeir nái að ljúka námi við skólann. Þrír eru í barnlausri sambúð og búa í leiguhúsnæði, tveir eru í sambúð og eiga börn og býr annar þeirra í eigin íbúð en hinn í leiguíbúð, fjórir búa einir í leiguhúsnæði og tveir þeirra eru með börn á framfæri

Framkvæmd og úrvinnsla
Siðferðileg atriði
Aðlögun að háskólasamfélaginu
Hverju má breyta?
Kennslutengdir þættir sem hafa áhrif á nám og líðan
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call