Abstract

Félagsuppeldisfræði og félagsfræði spruttu úr sama jarðvegi. Í fræðigreininni félagsfræði reyndu menn að skilja örar samfélagsbreytingar og félagsfræðingar sáu að nútímavæðing skapaði viðkvæma hópa sem þurftu sérstakan stuðning. Á sama tíma varð félagsuppeldisfræðin til sem samheiti yfir margvíslegt menntunarstarf, sem leitast við að efla samfélagsþátttöku þeirra sem standa höllum fæti.Samspil félagsfræði og félagsuppeldisfræði hefur oft verið tilviljanakennt en á síðustu áratugum hafa margir félagsuppeldisfræðingar leitast við að nota félagsfræðilegar nálganir sem eru raktar til upphafsmanna fræðigreinarinnar, svo sem Karls Marx, Ferdinands Tönnies, Emiles Durkheim og Georges Herberts Mead. Í þessari grein eru nokkur nýleg verk félagsuppeldisfræðinga á Norðurlöndum og í Þýskalandi skoðuð í ljósi kenninga nokkurra helstu félagsfræðinga á 20. öld.Það einkennir þessi verk að höfundarnir styðjast, hver fyrir sig, við einstaka félagsfræðinga. Í greininni er lýst sögulegri þróun sem ætti að hvetja norræna félagsuppeldisfræðinga (og starfsfélaga þeirra um allan heim) til að beita fleiri nálgunum í rannsóknum og starfi og til að skoða viðfangsefni sitt frá fleiri sjónarhornum.

Highlights

  • The Durkheimian angle has been married with structural functionalism, and has often led social pedagogues to look for dysfunctional upbringing in homes or/and in schooling and to find the remedies in the toolbox of social engineering

  • Hann telur að menntaaðgerðir séu um of miðaðar við að mennta sem hraðast þá sem eru tilbúnir til þess, en augunum jafnframt lokað fyrir því að mikill hluti nemenda þurfi að fá góðan tíma til að tileinka sér almenna hæfni

  • Hann hvetur til þess að félagsuppeldisfræðingar dvelji ekki við vandamál ungs fólks, frávik og greiningar heldur leggi áherslu á það sem vel hefur tekist og líti á vandamálin sem ögrandi verkefni

Read more

Summary

Introduction

The Durkheimian angle has been married with structural functionalism, and has often led social pedagogues to look for dysfunctional upbringing in homes or/and in schooling and to find the remedies in the toolbox of social engineering. Samspil félagsfræði og félagsuppeldisfræði hefur oft verið tilviljanakennt en á síðustu áratugum hafa margir félagsuppeldisfræðingar leitast við að nota félagsfræðilegar nálganir sem eru raktar til upphafsmanna fræðigreinarinnar, svo sem Karls Marx, Ferdinands Tönnies, Emiles Durkheim og Georges Herberts Mead. Þar sem hún væri ekki jafn gegnsæ og áður yrði það hlutverk skóla og annarra uppeldisstofnana að ala uppvaxandi kynslóðir upp til skilnings á nauðsyn félagslegrar samstöðu

Results
Conclusion
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call