Abstract

Lök lífsskilyrði unglinga, hvort heldur sem þau felast í bágri fjárhagsstöðu heimilisins ellegar í miklum samfélagslegum ójöfnuði, eru heilsufarslegur áhættuþáttur. Í þessari rannsókn voru notuð gögn úr íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna (Health Behaviour in School-Aged Children – HBSC). Svörum var safnað frá nemendum í 6., 8. og 10. bekk árin 2006, 2010, 2014 og 2018. Þeir voru spurðir um tíðni höfuðverkja, magaverkja, bakverkja, depurðar, pirrings, svefnörðugleika og verkja í hálsi, herðum og útlimum. Félagshagfræðileg staða var metin út frá spurningu um fjárhagslega stöðu fjölskyldunnar miðað við aðra. Um þriðjungur unglinga upplifði tíða verki og vanlíðan. Tíðni þessara sállíkamlegu umkvartana jókst mikið á tímabilinu. Bág fjárhagsstaða fjölskyldu, tvö- til fjórfaldaði líkurnar á því að unglingar fyndu fyrir tíðum einkennum. Þessar niðurstöður gefa til kynna að mikilvægt sé fyrir þá aðila sem meðhöndla verki og vanlíðan ungmenna að kynna sér félagslega stöðu þeirra og hvaða áhrif hún getur haft.

Highlights

  • Rannsóknir hafa bent til þess að tíðni sállíkamlegra umkvartana sé hærri á meðal ungmenna sem meta félagshagfræðilega stöðu fjölskyldunnar laka (Holstein o.fl., 2009)

  • Í ljós kom að unglingar sem töldu fjárhagsstöðu fjölskyldu slæma voru tvö- til fjórfalt líklegri en aðrir til að hafa fundið fyrir tveimur eða fleirum sállíkamlegum einkennum oftar en vikulega síðastliðna sex mánuði

  • Þær draga engu að síður fram mikilvægi þess að meira sé gert til þess að greina á milli umkvartana sem tengjast eðlilegum þroska unglinga og kvartana sem eru undanfari alvarlegri andlegra eða líkamlegra heilsufarsvandamála síðar á ævinni

Read more

Summary

Introduction

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að stór hluti unglinga er vikulega eða oftar með slíkar umkvartanir og þær eru til að mynda helsta ástæða þess að þeir mæta ekki í skólann (Mikkelsson, Salminen og Kautiainen, 1997). Rannsóknir hafa bent til þess að tíðni sállíkamlegra umkvartana sé hærri á meðal ungmenna sem meta félagshagfræðilega stöðu fjölskyldunnar laka (Holstein o.fl., 2009). Þegar litið var til breytinga á tíðni sállíkamlegra umkvartana kom í ljós að hlutfall unglinga sem sögðust hafa fundið fyrir tveimur eða fleiri einkennum oftar en vikulega síðastliðna sex mánuði hækkaði lítillega (um 2%) á árabilinu 2006–2018.

Results
Conclusion
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.