Abstract

Markmið greinarinnar er að öðlast yfirsýn yfir þekkingarstjórnun í stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga, með sérstakri áherslu á þekkingarmiðlun. Rafræn könnun var lögð fyrir starfsmenn stjórnsýslu sveitarfélaga sem hafa fleiri en 1500 íbúa, að Reykjavík, Mosfellsbæ og Hafnarfirði undanskildum. Alls svöruðu 385 einstaklingar og svarhlutfall því 63,3%. Einnig voru tekin fimm viðtöl við lykilstarfsmenn hjá sveitarfélögum. Helstu niðurstöður eru þær að hjá stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga er ekki skýr stefnumótun sem styður við þekkingarmiðlun þó svo að margar aðferðir þekkingarstjórnunar séu til staðar í einhverjum mæli. Stærri sveitarfélög hafa tekið fleiri þætti þekkingarstjórnunar í notkun en minni sveitarfélög. Vinnustaðamenning styður á vissan hátt við þekkingarmiðlun en stefnumiðaða innleiðingu vantar. Jákvæð fylgni er á milli hvatningar stjórnenda til að miðla þekkingu og þeirrar þekkingarmiðlunar sem á sér stað sem og á milli vinnustaðamenningar og þekkingarmiðlunar. Að lokum telja svarendur að sveitarfélögin gætu veitt betri þjónustu ef þekkingarmiðlun væri meiri og markvissari.

Highlights

  • Positive correlation was found between incentives of managers to disseminate knowledge and knowledge sharing and between organizational culture and knowledge sharing

  • The respondents believe that the municipalities could provide better services if knowledge sharing were more systematic

  • Allir þessir þættir eru mikilvægir við þekkingarmiðlun en mikilvægt er fyrir stjórnendur að hafa í huga þá staðreynd að þekkingarmiðlun fer fram að mestu leyti með munnlegum samskiptum (Ingi Rúnar Eðvarðsson, 2004)

Read more

Summary

Fræðileg umræða

Í þessu fræðilega yfirliti eru lykilhugtök sem tengjast rannsókninni skilgreind og fyrri rannsóknir kynntar sem fjallað hafa um þekkingarstjórnun og miðlun þekkingar með sérstakri áherslu á opinbera stofnanir. Miðlun þekkingar er ferli þar sem einstaklingar skiptast á upplýsingum en með þeirra túlkun og við þá þekkingarmiðlun skapast þekking (Barachini, 2009). Allir þessir þættir eru mikilvægir við þekkingarmiðlun en mikilvægt er fyrir stjórnendur að hafa í huga þá staðreynd að þekkingarmiðlun fer fram að mestu leyti með munnlegum samskiptum (Ingi Rúnar Eðvarðsson, 2004). Erlendar rannsóknir benda til að samvinnumenningu skorti hjá hinu opinbera, starfsmenn líti á þekkingu sem sína, miðli henni ekki og reyni með því að gera sig ómissandi (De Long og Fahey, 2000; Schmetz, 2002). Þar má nefna að markviss skráning og nýting ljósrar þekkingar og miðlun leyndrar þekkingar getur bætt þjónustu og gæði stofnana; skilvirkni getur aukist og mistökum fækkað; nýsköpun eflst sem og starfsánægja starfsfólks

Aðferðafræði rannsóknar
Niðurstöður rannsóknar
Findings
Umræða og lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call