Abstract

Í þeirri lýðræðisvakningu sem varð á Íslandi eftir hrun mátti sjá hvernig ólíkir hópar byggðu lýðræðiskröfur og ákall um meira eða dýpra lýðræði á ólíkum hugmyndum um lýðræði. Kjarni þessara krafna var þó hinn sami: meira lýðræði þýddi aukin áhrif almennings á ákvarðanir og stefnumótun. Þannig undirstrikaði hin almenna umræða um lýðræði þann skilning að virkt samráð við almenning sé nauðsynlegur hluti lýðræðislegra stjórnarhátta. Í þessari grein er gerð tilraun til að varpa ljósi á ólíkt inntak lýðræðiskröfunnar eftir málefnum hverju sinni og athyglinni einkkum beint að þekkingarmiðuðu lýðræði. Því er haldið fram að þótt enn sé ekki hægt að segja að þekkingarmiðað lýðræði byggi á veigamiklum empíriskum rökum, þá bjóði það upp á áhugaverðustu leið samtímans til að hugsa um lýðræðisnýjungar.

Highlights

  • Í þeirri lýðræðisvakningu sem varð á Íslandi eftir hrun mátti sjá hvernig ólíkir hópar byggðu lýðræðiskröfur og ákall um meira eða dýpra lýðræði á ólíkum hugmyndum um lýðræði

  • This paper discusses different kinds of consultation depending on the particular demands in each case with particular emphasis on epistemic democracy

  • I argue that even though it can hardly be said that epistemic democracy is based on much empirical evidence yet, its approach is the most promising way to think about future democratic

Read more

Summary

Lýðræði eftir hrun

Fyrrverandi forseti lýðveldisins hefur haldið því fram að við tilteknar aðstæður sé bæði rétt og eðlilegt að forseti taki sér það hlutverk að færa löggjafarvaldið til þjóðarinnar (Ólafur Ragnar Grímsson 2010). Skýringar forsetans byggja því ekki aðeins á þeim rökum að fara beri að vilja meirihluta, heldur sé aðkoma þjóðarinnar mikilvæg til að tryggja samstöðu og sátt um lausn málsins (Ólafur Ragnar Grímsson 2010). Hann heldur því fram að ekki hafi „tekist að skapa víðtæka sátt um að Alþingi ráði nú eitt niðurstöðu málsins.“ Þá hafi fyrri synjun hans gert þjóðina að löggjafa í málinu með Alþingi og þess vegna þurfi að vera ljóst að báðir löggjafar séu sama sinnis um lyktir málsins, eigi Alþingi að ráða niðurstöðunni. Þeim skilningi á lýðræði að það tryggi kerfi sem meðhöndlar mál samfélagsins af fagmennsku og rökvísi, leitar niðurstöðu í samræmi við bestu sérfræðiþekkingu og að stofnanir þess og fulltrúar sem með umboð fara beri ábyrgð á ákvörðunum sínum er hafnað. Kjarni málsins var sú leiðarhugmynd að úr þessu kæmi betri stjórnarskrá en með hefðbundinni stofnananálgun

Inntak og réttlæting lýðræðis
Hvernig er lýðræði þekkingarmiðað?
Þekkingarmiðað stjórnarskrárferli
Lokaorð
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call