Abstract

Börn sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi eiga rétt á skólagöngu og viðeigandi menntun eins og önnur börn. Engu að síður hefur hvorki verið samræmd né skýr stefna um það hvernig menntun barna í þessari stöðu skuli háttað hér á landi. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa og greina upplifun og reynslu barna og foreldra sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi af menntun og skólagöngu hérlendis. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 12 börn og foreldra þeirra síðla árs 2015. Niðurstöðurnar sýna að skólaganga, menntun og félagsleg samskipti hafa jákvæð áhrif á sálfélagslega vellíðan barnanna, til dæmis töldu foreldrarnir sem rætt var við að skólaganga, menntun og félagsleg samskipti hefðu dregið úr leiða, áhyggjum og aðgerðaleysi barnanna. Mikilvægt er að kennarar séu vakandi fyrir sérstökum þörfum barna með flóttabakgrunn og að þeir fái viðeigandi fræðslu og stuðning til þess að koma til móts við þær.

Highlights

  • Attending school gives asylum-seeking children and their families’ stability and meaning in daily life

  • Eitt foreldri tók svo til orða: „Það skiptir máli fyrir foreldra að vera alltaf inni í því sem er að gerast ... bæði í skólanum, í samskiptum og slíku.“ Eitt foreldrið mat mikils eftirfylgd með námsframvindu barns síns og ítrekaði að „kennararnir eru góðir, gefa sér tíma til þess að ræða framfarir og hvernig gengur.“ Meirihluti foreldra hafði farið á foreldrafundi með kennara þar sem skólastarfið var kynnt fyrir fjölskyldunni og farið yfir framfarir barnanna í náminu

  • Greinin barst tímaritinu 9. júní 2017 og var samþykkt til birtingar 18. janúar 2018

Read more

Summary

FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR

Börn sem leita alþjóðlegrar verndar hafa mismunandi bakgrunn hvað varðar skólagöngu. Sum hafa gengið í skóla í heimalandi sínu og eiga að baki tiltölulega samfelldan skólaferil, meðan skólaganga annarra barna kann að hafa verið ósamfelld eða engin (Dryden-Peterson, 2015; Fazel og Stein, 2002; Humphrey, 2015; Mace, Mulheron, Jones og Cherian, 2014; Tonheim o.fl., 2015). Þegar börn sem leita alþjóðlegrar verndar hefja skólagöngu hefur það einnig áhrif á foreldra þeirra. Þættir sem höfðu neikvæð áhrif á námsárangur barnanna voru meðal annars misskilningur foreldra á námsaðferðum, einelti, staðalímyndir kennara um börn með flóttabakgrunn og litlar eða óraunhæfar væntingar kennara til þeirra, auk fátæktar. Börn í þessari stöðu eiga einnig oft foreldra sem eru að takast á við áföll og það getur dregið úr getu þeirra til að sinna foreldrahlutverki sínu (Daud og Rydelius, 2009; Goosen, 2014; Vaage, 2014; Van Ee, Kleber og Mooren, 2012). Einnig geta börn þróað með sér sömu einkenni og foreldrar þeirra sem eru að takast á við áföll þó að börnin hafi ekki endilega upplifað þau sjálf (Blauenfeldt, 2016; Daud og Rydelius, 2009; Vaage, 2014). Hljóðrituð gögn og minnispunktar voru skráðir og textinn kóðaður og þemagreindur samkvæmt aðlagaðri grundaðri kenningu (e. grounded theory) að hætti Crang og Cook (2007, bls. 134–146)

Siðferðileg atriði
Biðin og upphaf skólagöngu
Ólík skólamenning
Mikilvægi vina og fjölskyldu
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.