Abstract

Alþjóðlegt nám í menntunarfræðum á Menntavísindasviði er nú á tíunda ári. Námið var fyrst í boði árið 2008 og var ætlað að koma til móts við fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi. Tekið var inn í námið 2008, 2009 og 2010, en eftir hrun var samdráttur í Háskóla Íslands og ein ráðstöfunin var að ekki var tekið á móti nýjum nemendum í námið fyrr en haustið 2013. Síðan þá er búið að taka inn þrjá hópa BA-nema og tvo hópa MA-nema. Tímabært er á tíunda ári að kanna stöðu og gæði námsins og teljum við nauðsynlegt að rýna í ólíka þætti eins og reynslu nemenda af náminu, helstu kennsluaðferðir sem og stöðu skólans bæði í alþjóðlegu samhengi og gagnvart fjölbreytilegum nemendahópi eins og þeim sem sækir í alþjóðanámið. Ljóst er að stefna HÍ síðustu 15–20 ár hefur verið sú að ef la samstarf í alþjóðlegu samhengi, stöðu sína í samanburði við erlenda háskóla og fjölbreytni í námi til að bregðast við aðsókn erlendra nemenda. Hins vegar má skilja lög og stefnur skólans á þann veg að hér sé nær eingöngu verið að fjalla um nemendur sem sækja nám á Íslandi frá öðrum löndum og eru þá skiptinemar eða erlendir nemendur sem sækja sérstakar námsgreinar. Í nýrri stefnu HÍ, undir lið um mannauð, kemur þó skýrt fram að mikilvægt sé að sinna fjölbreytileikanum innan háskólans, án þess að þetta sé skýrt nánar. Þá sýnir ný rannsókn (Wozniczka og Ragnarsdóttir, 2016) að aðgangur erlendra nemenda að viðeigandi íslenskukennslu sé mjög takmarkaður, en það leiðir af sér spurningar um félagslegt réttlæti innan Háskóla Íslands. Alþjóðlega námið í menntunarfræðum fellur utan við hefðbundið nám innan háskólans og hefur þess vegna verið talið eins konar af brigði, sérstaklega í ljósi nýrrar málstefnu háskólans þar sem íslenska er talin vera meginkennslutungumálið (Books o.f l., 2010; –Háskóli Íslands, 2016).Rannsóknir á alþjóðavæðingu háskóla, bæði í BNA og í Evrópu, hafa ýmist fjallað um það sem kallast alþjóðavæðing og tekur til aðsóknar erlendra nemenda bæði í skiptinám og framhaldsnám og svo samskipti akademískra starfsmanna milli landa. Umræðan um alþjóðavæðingu (e. internationalisation) í háskólanum hefur snúist um að bæta stöðu háskólans á alþjóðlegum vettvangi með því að bæta aðsókn erlendra skiptinema og auka erlent samstarf og um aukna aðsókn í erlenda styrki. Í þessari grein rýna höfundar rannsóknir sem fjalla um það sem gæti kallast alþjóðavæðing heima fyrir (e. internationalisation at home). Þar er athyglinni beint að því hvernig háskólar nýta sér reynslu og þekkingu erlendra nema og starfsmanna til að auka tækifæri innf lytjenda til að sækja nám í háskólanum, til að bæta þekkingu allra nemenda í háskólanum, sérstaklega þeirra sem hafa ekki tækifæri til að sækja skiptinám, og til að auka getu og þekkingu nemenda og starfsmanna í þverþjóðlegum samskiptum (e. intercultural communication), sem verða æ mikilvægari í störfum og nútímasamfélagi. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að nemendur með erlendan bakgrunn sækja síður háskólanám hér á landi (Guðmundsson, Beach og Vestel, 2013; Halldórsdóttir og Kjaran, 2018). Við upphaf námsins var gert ráð fyrir að alþjóðanámið gæfi nemendum sem töldu sig ekki hafa næga færni í íslensku tækifæri til að stunda nám við Háskóla Íslands á ensku. Í upphafi voru nemendur sem sóttu námið bæði innf lytjendur og skiptinemar og voru nemendahóparnir ellefu til fimmtán nemendur. Á síðustu árum hefur nemendahópurinn sem sækir námið orðið stærri og fjölbreyttari en áður. Nú eru nemendur sem hafa fasta búsetu á Íslandi um þriðjungur af nemendahópnum í alþjóðanáminu. Þá eru nemendur sem koma til Íslands sérstaklega til að stunda nám í alþjóðlegum menntunarfræðum um þriðjungur. Loks er þátttaka skiptinema stöðugt að aukast þar sem námskeið í alþjóðlega náminu eru reglulega í boði fyrir nemendur úr öllum deildum HÍ. Í þessari grein færa höfundar rök fyrir því að nýta megi betur tækifæri og þekkingu bæði erlendra nemenda og innf lytjenda sem eru búsettir á Íslandi. Telja höfundar að alþjóðanámið sem er í boði sé til marks um alþjóðavæðingu heima fyrir. Markmið rannsakenda með þessari grein er ekki einungis að upplýsa fræðasamfélagið um mikilvægi og sérstöðu þessarar námleiðar innan Háskóla Íslands, heldur einnig að bregðast með markvissum hætti við breyttum þörfum nemendahópsins á síðustu árum og við þeim fjölbreytileika sem er að finna innan háskólasamfélagsins á Íslandi.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call