Abstract

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða hindranir mæta fullorðnu fólki sem hefur hug á að ljúka námi á framhaldsskólastigi. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga á aldrinum 25–30 ára sem stunda nám á vegum framhaldsfræðslunnar og eru í aðfaranámi. Í frásögnum þeirra vógu aðstæðu- og stofnanabundnar hindranir mun þyngra en viðhorfsbundnar hindranir. Helsta hindrun nemendanna var fjármögnun námsins þar sem unga fólkið býr við þröngan fjárhag og er með fjölskyldu á framfæri. Flókið reyndist að samþætta fjölskyldulíf og vinnu með námi og það skapaði mikið álag í lífi þess. Einnig kom fram að upplýsingar um nám og fjárstuðning í boði eru oft óljósar og viðmælendur töldu að framboð og skipulag náms kæmi ekki nægjanlega til móts við þarfir þeirra fyrir stuðning og sveigjanleika. Þátttakendur sýndu frumkvæði og þrautseigju við að yfirstíga margvíslegar hindranir sem þeir mættu á menntaveginum. Hvatinn að rannsókninni er ekki síst sá að stjórnvöld hafa sett markmið um hærra menntunarstig þjóðarinnar en afar hægt gengur að ná þeim markmiðum. Rannsóknin getur því nýst stjórnvöldum við stefnumótun og menntastofnunum og aðilum fullorðinsfræðslu við að fækka stofnana- og aðstæðubundnum hindrunum á vegi fullorðinna námsmanna.

Highlights

  • Þeir eiga oft erfitt með að sækja sér fræðslu vegna tímaskorts, eru þreyttir vegna annríkis í vinnu og hafa skyldum að gegna gagnvart fjölskyldu sem sett er í forgang (Halla Valgeirsdóttir, 2011; Hróbjartur Árnason o.fl., 2010; Jón Torfi Jónasson og Jóhanna Rósa Arnardóttir, 1999, 2001a, 2001b; Rakel Steinvör Hallgrímsdóttir, 2008; Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, Lára Rún Sigurvinsdóttir, Steingerður Ólafsdóttir og Kristín Erla Harðardóttir, 2014; Svava Guðrún Sigurðardóttir, 2011)

  • Til að finna þátttakendur í rannsóknina, sem voru í þeirri stöðu að hafa hætt námi en ákveðið að hefja nám að nýju, var haft samband við náms- og starfsráðgjafa í frumgreinadeildum og á símenntunarmiðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu

  • Auk þess voru málsgreinar og setningar greindar og spurningum um merkingu þeirra og tengsl velt upp

Read more

Summary

Aðgengi og hindranir

Rannsóknir benda til þess að með úrræðum sem veita fullorðnum framhaldsskólamenntun hafi á ýmsan hátt tekist að mæta þörfum fullorðinna nemenda. Af því að lög og reglugerðir sem hafa áhrif á skipulag fullorðinsfræðslu eru nokkuð flóknar og ekki almennt kunnar viljum við gera stuttlega grein fyrir því regluverki sem myndar hinn ytri ramma um menntun fullorðinna. Markmið framhaldsfræðslu er að gefa einstaklingum sem lokið hafa lítilli formlegri menntun kost á aukinni þátttöku í þjóðfélaginu með viðeigandi námstækifærum og hvötum, til að efla starfshæfni og gera þeim auðveldara fyrir að hefja nám að nýju eftir hlé (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2010, 2015). Framhaldsfræðsla er skilgreind með víðum hætti: „Hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla“ Landsmennt, e.d; Ríkismennt, e.d.; Sjómennt, e.d.; Starfsafl, e.d.; Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks, 2014; Sveitamennt, e.d.)

Viðfangsefni rannsóknarinnar
Framkvæmd rannsóknar
Greining og úrvinnsla gagna
Siðferðileg málefni
Erfið endurkoma
Þung fjármögnun
Snúin samþætting
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call