Abstract

Í greininni er fjallað um sameiginlega hópleiðsögn þriggja leiðbeinenda meistaranema. Tilgangur rannsóknarinnar var að sýna fram á gildi þess að búa til námssamfélag nemenda og kennara um vinnu að meistaraprófsverkefni. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á vinnuferli nemenda í meistaraprófsverkefni og lýsa því hvernig við byggðum upp námssamfélag þeirra yfir sex ára tímabil. Við nýttum aðferðafræði starfstengdrar sjálfsrýni til að geta betur skilið ferli nemenda í meistaraprófsverkefninu og hvernig við unnum úr áskorunum. Rannsóknargögn eru skráð ígrundun, fundarupptökur og gögn um samskipti við nemendur. Fræðilegur rammi rannsóknarinnar er byggður á hugmyndum um tengsl fræða og kennarastarfs og um ígrundun í anda starfstengdrar sjálfsrýni. Enn fremur byggjum við á hugmyndum um námssamfélög og um nám sem ferðalag um landslag þekkingar. Niðurstöðurnar sýna að nemendur upplifa fundina sem námssamfélag sem veitir þeim stuðning, dregur úr einmanaleika og heldur þeim við efnið í meistaraprófsverkefninu. Ólíkir styrkleikar okkar leiðbeinendanna nýttust vel í samstarfinu og efldu sameiginlega getu okkar til að leiðbeina.

Highlights

  • Esearch data consist of supervisors’ written reflections, recordings from meetings, on-line communication with students and TOCs

  • Okkur hefur reynst vel að ræða opinskátt okkar á milli á undirbúningsfundum um mismunandi hliðar vinnuferlisins hjá nemendum og það hefur hjálpað okkur að bregðast við þeim hindrunum sem nemendur standa frammi fyrir: Það er áhyggjuefni þegar nemendur ná ekki að fullnægja akademískum viðmiðum og eru langt frá því að skilja mikilvægi fræðikaflans fyrir rannsóknina og eða val á rannsóknaraðferð. (Dagbók, 2013)

  • Á einum skipulagsfundinum ákváðum við að bregðast við á næsta leiðsagnarfundi með því að ræða það hvernig kenningar geti verið bæði undirstaða fyrir framkvæmd og rannsóknir en einnig gleraugu til að skoða og greina rannsóknargögnin

Read more

Summary

Introduction

Esearch data consist of supervisors’ written reflections, recordings from meetings, on-line communication with students and TOCs (ticket out of the classroom). Áður en við hófum sameiginlega leiðsögn var reynsla okkar sú að flestum nemendum finnst vinnan við meistaraprófsverkefnið erfið og þess vegna vildum við leita leiða til að nemendur nytu þess að vinna það, þeim liði vel á fundunum og teldu sig hafa ávinning af því að mæta (skipulagsfundur, haust 2013).

Objectives
Results
Conclusion
Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call