Abstract

Frásagnir af kennsluháttum kennara sem lokið hafa störfum og reynslu þeirra af skólastarfi eru gagnlegar fyrir kennaranema og þá sem starfa að kennaramenntun því þær veita upplýsingar um þróun í starfsháttum kennara. Tilgangurinn með þessari grein er að gefa innsýn í starf grunnskólakennara sem hóf kennsluferil sinn um miðja síðustu öld og lauk starfsferli sínum sem kennsluráðgjafi við aldarlok. Matthildur Guðmundsdóttir var ötul við að kynna sér nýjungar í kennsluháttum og framfarir í skólastarfi og tileinka sér þær í kennslu sinni. Hún átti gott samstarf við námstjóra í Skólarannsóknadeild Menntamálaráðuneytisins og síðar við starfsfólk Kennaraháskóla Íslands. Þegar hún tók við starfi kennsluráðgjafa á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur nýtti hún sér reynslu sína sem kennari og hélt áfram að leita eftir samstarfi við fagfólk á sviði menntamála. Greint er frá verkefnum og námskeiðum sem Matthildur tók þátt í til að varpa ljósi á þætti sem áhrif höfðu á starf hennar. Við rannsóknina á störfum Matthildar var beitt frásagnarrýni. Tekin voru tvö viðtöl við Matthildi. Í því fyrra sagði hún frá því sem var henni minnisstæðast af starfsferlinum. Greind voru þemu sem fram komu í frásögninni og í síðara viðtalinu var spurt nánar út í þá þætti sem mótuðu frásögnina. Í ljós kom að Matthildur lagði sig fram um að þróa kennsluhætti sína þau rúm 30 ár sem hún starfaði sem kennari og átti í samstarfi við bæði samkennara og annað fagfólk. Á ferli sínum sem kennsluráðgjafi byggði hún á kennslureynslu sinni og hélt áfram að eiga samstarf við annað fagfólk í menntamálum.

Full Text
Published version (Free)

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call