Abstract
Íslensk fyrirtæki fóru mikinn á árunum fyrir efnahagshrunið árið 2008 og fjárfestingar stjórnenda skiluðu Íslandi í efsta sæti á hinum alþjóðlega World Investment Report lista ár eftir ár. „Mig er farið að klæja í puttana að loka nýjum díl, við höfum ekkert gert á þessu ári,” var eitt af þeim svörum sem komu fram í rannsóknum höfunda fyrir hrunið enda fjárfestu íslenskir stjórnendur meira en aðrir og iðulega í stærri fyrirtækjum en þeim sem þeir störfuðu fyrir. Eignarhald á hlutabréfum í aðdraganda hruns einkenndist mjög af skuldsetningu hluthafanna. Mikil vogun varð til þess að eigendur skráðra félaga urðu afar viðkvæmir fyrir niðursveiflum á hlutabréfamarkaði enda veðjuðu þeir djarft á öra hækkun. Það þýddi jafnframt mikla pressu á stjórnendur sem urðu helst að skila sífellt glæsilegri niðurstöðum í ársfjórðungsuppgjörum til að stuðla að endalausri hækkun hlutabréfaverðs. Í greininni er skoðað hvort stjórnunarhættir hafi breyst í íslensku viðskiptalífi frá hruni. Rannsóknin náði til 42 stjórnenda á lista yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins. Voru þeir m.a. spurðir hvort stjórnunaraðferðir þeirra hefðu eitthvað breyst eftir hrunið 2008. Margar rannsóknir liggja fyrir um aðferðir og einkenni góðra stjórnenda og rannsóknir á aðferðum íslenskra stjórnenda á árunum fyrir hrun bentu til þess að þeir væru áhættusæknir og fljótir að taka ákvarðanir. Sjálfstraustið var mikið, birtist jafnvel sem hvatvísi. Þá virtist skortur á langtímastefnumótun. Rannsóknarspurningin sem hér er sett fram er hvort aðferðir (stjórnunarhættir) íslenskra stjórnenda hafi breyst eftir efnahagshrunið árið 2008. Í ljós kom að stjórnendur í íslensku atvinnulífi eru sammála um að margt hafi breyst í stjórnunarháttum frá því fyrir hrun, óttinn við mistök hafi verið alls ráðandi í atvinnulífinu fyrst eftir hrunið og um tíma dró úr áhættusækni stjórnenda. Tíu árum síðar séu hlutirnir að nálgast ört það sem áður var, þótt hugsanlega sé aðeins meiri varkárni við ákvarðanatöku, meira regluverk og formfesta og meiri áætlanagerð en var. Skuldsetning virðist minni en var á árunum fyrir hrun, þó eru margir stjórnendur á því að rúmum 10 árum eftir hrun sé allt að fara í svipað horf og það var. Bægslaganginum sé þó núna að mestu haldið bak við tjöldin.
Highlights
Many Icelandic companies were aggressively managed in the years before the 2008 economic collapse, and their investments kept Iceland at the top of the World
“We haven’t finalised a new deal this year; I am getting itchy fingers” was one of the responses observed in the authors’ study before the economic collapse, as Icelandic managers invested more than others and often in larger companies than their own
This article investigates whether something has changed since the economic collapse for managers in the Icelandic business sector
Summary
Fjárfestingar íslenskra fyrirtækja voru það umfangsmiklar á árunum fyrir hrun að Ísland leiddi World Investment Report listann ár eftir ár, allt fram til ársins 2008. Positive spiral) þar sem áhættusækni bjó til eignaverðshækkun og þar með hagnað, og hagnaðurinn ýtti undir enn frekari áhættusækni og þannig koll af kolli (Fenzl og Pelzmann, 2012). Haldinn var þjóðfundur árið 2009 þar sem fjöldi fólks tók þátt og sett voru fram gildi sem fólk vildi sjá í íslensku viðskiptalífi. Hér er því skoðað hvort aðferðir íslenskra stjórnenda (stjórnunarhættir), hafi breyst eftir efnahagshrunið árið 2008. Fyrst verður fjallað um hvað einkenndi tímabilið fyrir hrunið og hvernig stjórnunarhættir voru á þeim tíma og hvað hafði mögulega áhrif á aðferðir stjórnenda. Loks eru helstu þemu sem komu fram í svörum stjórnenda sett fram, þá taka við umræður
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.