Abstract

Þessi rannsókn bætir við þekkingu á leiðtogum opinberra skipulagsheilda með því að skoða áhrif nýrrar stjórnunarstefnu. Ný stjórnunarstefna ríkisins var sett fram sumarið 2019. Í henni eru kynntir þeir hæfnisþættir sem liggja til grundvallar forystu hjá hinu opinbera á Íslandi. Í þessari rannsókn er fjallað um stjórnunarstefnuna, forsendur hennar og innihald til að svara þeirri spurningu hvort hún endurspegli starf stjórnenda hjá ríkinu. Einnig er skoðað hvort nýliðar í starfi stjórnenda fái þá þjálfun sem þeir telja sig þurfa til að geta sinnt starfi sínu miðað við hæfnisþættina er tilgreindir eru í stjórnunarstefnunni. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin djúp viðtöl við tíu nýráðna æðstu stjórnendur hjá ríkisstofnunum. Niðurstöður gefa til kynna að stjórnendum finnst stjórnendastefnan endurspegla starf þeirra. Hins vegar er nýliðaþjálfun ábótavant og er því munur á stefnunni og hvernig henni er fylgt eftir, en vegna kórónuveirunnar sem barst til Íslands í febrúar 2020 hefur starfsumhverfi stjórnenda breyst. Praktískt gildi rannsóknarinnar felst í því að varpa ljósi á raunveruleg viðfangsefni leiðtoga opinberra stofnanna.

Highlights

  • Kröfur til stjórnenda skipulagsheilda um margvíslega hæfni og þekkingu hafa aukist (Funck & Karlsson 2020; Solomon, Costea & Nita 2016)

  • This research article contributes to leadership in the public sector by investigating the effect of a new policy for public leaders, introduced by Icelandic authorities in the summer of 2019

  • The skillsets that are considered fundamental for public leaders in Iceland were defined

Read more

Summary

Fræðileg umfjöllun

Rannsóknir á sviði leiðtogafræða eru gerðar frá mismunandi sjónarhorni. Algengustu rannsóknir á sviði forystu innan viðskiptafræða síðustu árin hafa snúist m.a. um umbreytingaforystu, sanna forystu, samspil leiðtoga og fylgjenda, óbeina forystu (e. implicit leadership) og siðræna forystu (Alvesson & Sveningsson 2003; King 1990; Mintzberg 2009; Yukl 2012; Lee, Chen, & Su 2020). Rannsóknir á stjórnun innan opinbera geirans veita ólík sjónarhorn á forystu þrátt fyrir í að í eðli sínu snúist forysta almennt um að leiða hóp að markmiðum eða vera aflvaki breytinga (Hartley 2018; Kellerman 2007, 2013). Stjórnun hjá hinu opinbera hefur breyst frá því að vera nær eingöngu á herðum æðsta stjórnanda sem nýtir boðvald sitt yfir í samstarf og samvinnu innan stofnana og utan (Chulwoo 2009). Mikið mun reyna á stjórnendur og nauðsynlegt að þeir búi yfir margs konar hæfni til að takast á við þær áskoranir og kröfur sem til þeirra eru gerðar. Í nýlegri rannsókn um hæfniskröfur til forstöðumanna opinberra stofnana kemur hins vegar fram að mjög fátítt er að gerðar séu formlegar lagalegar kröfur um hæfni á sviði stjórnunar, forystu, rekstrar eða fjármála (Bára Sif Sigurjónsdóttir 2020). Stjórnendastefna ríkisins bætir þar úr og gerir ítarlegur kröfur um stjórnenda- og leiðtogahæfni

Stjórnendastefna ríkisins
Aðferðir og gögn
Niðurstöður
Umræða
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.