Abstract
Fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á Íslandi undanfarna áratugi. Menntakerfi gegna mikilvægu hlutverki við aðlögun barna og ungmenna að nýju samfélagi og við að stuðla að lýðræðislegri þátttöku þeirra. Markmið þessarar yfirlitsgreinar er að varpa ljósi á helstu niðurstöður nýlegra rannsókna höfundar og samstarfsfólks um málefni barna og ungmenna af erlendum uppruna. Fjallað er um reynslu innflytjenda og flóttafólks af menntun og þátttöku í íslensku samfélagi, reynslu kennara og stjórnenda af menntun barna og ungmenna af ólíkum uppruna, hvernig skólastarf hefur þróast til að mæta þörfum sífellt fjölbreyttari nemendahópa og hvaða leiðir eru færar í menntun fjölbreyttra hópa. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að mörg barnanna og ungmennanna hafi upplifað ýmsa erfiðleika í íslenskum skólum og frístundastarfi. Þrátt fyrir margs konar styrkleika sem þau telja sig hafa eiga þau í erfiðleikum með að læra íslensku og að tengjast íslenskum jafnöldrum. Samskipti heimila og skóla eru í sumum tilvikum ómarkviss og ófullnægjandi. Ein þessara rannsókna varpar þó ljósi á fjölmörg dæmi um öflugt og gott skólastarf, að nokkru leyti í anda fjölmenningarlegrar menntunar, þar sem áhersla er á lýðræðislega þátttöku og þar sem börnum og ungmennum af erlendum uppruna vegnar vel.
Highlights
The article, which presents an overview of literature, discusses the experiences of immigrants and refugees in Iceland of education and participation in Icelandic society
Sjá má ýmis dæmi um áhugaverða starfshætti hvað varðar tungumál í skólunum í rannsókninni Námsrými félagslegs réttlætis og menntunar án aðgreiningar og ólík móðurmál kennara eru nýtt, þar sem þau eru fyrir hendi, til að veita börnunum stuðning
Dæmin sem nefnd eru hér að framan um skóla sem hafa lagt ríka áherslu á að virkja fjölbreytta nemendahópa til þátttöku (Hanna Ragnarsdóttir, 2016) eiga því miður ekki við um alla skóla
Summary
Markmið þessarar yfirlitsgreinar er að varpa ljósi á helstu niðurstöður nýlegra rannsókna höfundar og samstarfsfólks hans um málefni barna og ungmenna af erlendum uppruna. Fjallað er um reynslu innflytjenda og flóttafólks af menntun og þátttöku í íslensku samfélagi, með sérstakri áherslu á börn og ungmenni. Jafnframt er farið yfir reynslu kennara og stjórnenda af menntun barna og ungmenna af ólíkum uppruna, hvernig skólastarf hefur þróast síðastliðna áratugi til að mæta þörfum sífellt fjölbreyttari nemendahópa og hvaða leiðir eru færar í menntun fjölbreyttra hópa. Einnig er fjallað um rannsókn á viðhorfum ungmenna til fjölmenningarsamfélagsins. Í greininni er leitast við að tengja niðurstöður rannsóknanna við rannsóknir Sigrúnar Aðalbjarnardóttur og samstarfsfólks hennar
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.