Abstract

Verkföll eru eitt helsta vopn launþega til að ná fram kröfum sínum. Verkfallsrétturinn var lögfestur á almennum vinnumarkaði með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur árið 1938. Fram til ársins 1976 voru verulegar skorður á verkfallsrétti opinberra starfsmanna. Eitt meginmarkmið laga um stéttarfélög og vinnudeilur er að skapa frið á vinnumarkaði og tryggja að sem minnst tjón hljótist af vinnudeilum fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Þrátt fyrir það hafa verkföll á Íslandi verið tíð. Á tímabilinu 1985-2010 hafa verið 166 verkföll og hafa 1.187.411 vinnudagar tapast. Rétturinn til vinnustöðvunar er ekki skilyrðislaus. Hann sætir ákveðnum takmörkunum sem byggjast á lögum og má ekki ganga lengra en nauðsyn ber til. Í greininni eru skoðuð rök og sjónarmið sem liggja að baki lögbundnu takmörkunum sem settar hafa verið á verkfallsréttinn í lögum sem Alþingi hefur sett til að grípa inn í og stöðva vinnudeilur. Það er mismunandi á hvaða tímapunkti löggjafinn hefur gripið inn í vinnudeilur, áður en verkfall er hafið, frá fyrsta degi verkfalls eða þegar langt er liðið á deilu og ekki útlit fyrir að deiluaðilar nái sátttum. Frá árinu 1985 og til 2010 hafa verið sett 12 lög, þar af tengjast þrjár vinnudeilur flugstarfsemi, fimm farmönnum og fiskimönnum, tvenn lög voru sett vegna opinberra starfsmanna, ein vegna mjólkurfræðinga og loks ein til að banna vinnustöðvanir almennt. Ástæðum lagasetningar vegna vinnudeilna má skipta í þrennt. Í fyrsta lagi hafa lög verið sett ef efnahagslegt vægi þjóðarbúsins og stöðugleiki á vinnumarkaði eru í húfi, í öðru lagi ef heildarhagsmunir atvinnugreinar eru í húfi og loks ef lögmælt verkefni og framkvæmd þeirra hjá hinu opinbera eru í húfi. Í greininni er viðruð sú hugmynd hvort ekki er rétt að koma á laggirnar lögskipuðu samningaferli sem tæki á erfiðum vinnudeilum sem hafa staðið lengi og ekki er útlit fyrir að leysist, t.d. með skipan gerðardóms.

Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.