Abstract

Töluvert hefur verið fjallað um kvenvæðingu kennarastarfsins og hvort hún skipti máli fyrir starfsemi skóla. Þetta vakti áhuga okkar á sýn skólastjórnenda á kyngervi og því hvernig þeir telja að það móti hlutverk, starfsumhverfi og væntingar til kennara. Fræðilegt sjónarhorn þessarar rannsóknar er feminískur póststrúktúralismi en gögnin sem voru þemagreind samanstanda af átta hálfopnum viðtölum við grunnskólastjóra á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður benda til þess að þó að skólastjórar líti svo á að kyngervi sé félagslega mótað lýsi þeir kvenkennurum út frá hefðbundnum kvenleikahugmyndum sem samviskusömum, skipulögðum og umhyggjusömum starfsmönnum og að það leiði til aukins álags á þær. Karlkennarar þykja kærulausari en betri í að halda uppi aga. Viðmælendur telja að kennarastarfið sem kvennastarf sé lítils metið, og það birtist í lágum launum en einnig því að starfið, sem öðrum þræði er skilgreint sem kvenlegt uppeldisstarf, sé ekki „í tísku“. Niðurstöður vekja áleitnar spurningar um það hvernig kynjaðar hugmyndir viðhalda valdaskipan þar sem kennarastarfið og konur sem sinna því eru undirskipaðar körlum. Við teljum að til að efla kennarastarfið og auka nýliðun þurfi að takast á við það kynjaða hugmyndakerfi sem starfið er skilgreint út frá.

Highlights

  • The aim of this research was to explore principals’ ideas about the qualities and work environment of elementary school teachers and how these ideas are informed by gender

  • Til að fá innsýn í hugmyndir skólastjóra um kyngervi og reynslu þeirra af því að takast á við málefni sem tengdust kyngervi í skólunum var ákveðið að taka viðtöl

  • Sif tók í svipaðan streng og Bragi og sagði að það væri ekki endilega mikilvægara fyrir stráka að hafa karlkynsfyrirmyndir en stelpur: Ég held að bæði kynin [nemendur] hafi jafn gott af því að fá fleiri karla til að kenna í skólunum

Read more

Summary

FRÆÐILEG SJÓNARMIÐ

Fræðilegt sjónarhorn þessarar rannsóknar er feminískur póststrúktúralismi (sjá t.d. Eden, 2017; Gavey, 1989; Weedon, 1987) en eitt af megin greiningarhugtökunum er kyngervi. Erla Hulda Halldórsdóttir (2011) lýsir því hvernig kyngervi hefur verið skilgreint, en hún bendir á að það hafi einkum verið notað til að vísa til menningarlegrar og félagslegrar mótunar kyns, kvenleika og karlmennsku. Feminískur póststrúktúralismi (Weedon, 1987) er dæmi um makró-mótunarhyggju (Burr, 2015) en hann greinir hvernig kyngervi birtist í tungumálinu eða orðræðum samfélagsins. Kvenleikinn er skilgreindur út frá eiginleikum sem teljast vera andstæðir karlmennskunni og er þar meðal annars lögð áhersla á tilfinningasemi, valdaleysi og veikleika (sjá einnig Ingólf Ásgeir Jóhannesson, 2004; Þorgerði Einarsdóttur og Gyðu Pétursdóttur, 2017; Þórdísi Þórðardóttur, 2005). Kvenleikinn verði eins konar andlag við ríkjandi karlmennsku þar sem konur skilgreini hlutverk sitt út frá því hversu vel þeim takist að mæta þörfum og löngunum karla og tryggja um leið að þeir séu þeim yfirskipaðir (Gyða Margrét Pétursdóttir, 2012)

KVENVÆÐING KENNARASTARFSINS
AÐFERÐ OG GÖGN
NIÐURSTÖÐUR OG UMRÆÐUR
Kennarastarfið sem kvennastarf er lítils metið og fælir frá karlmenn
Findings
SAMANTEKT OG LOKAORÐ
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.