Abstract
Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig upplýsingar, sem aflað var á Facebook, væru nýttar við opinbert eftirlit með einstaklingum hér á landi. Tilgangur rannsóknar var meðal annars að varpa ljósi á formlega og óformlega notkun slíkra upplýsinga og greina umfang hennar. Við rannsóknina voru tekin hálfstöðluð viðtöl við sérfræðinga sem störfuðu hjá tilteknum úrskurðar- eða eftirlitsstofnunum. Þá átti sér stað greining á stjórnvaldsúrskurðum til þess að kanna hvernig stofnanir byggðu ákvarðanir á upplýsingum sem aflað var á Facebook. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upplýsingar á Facebook hafa verið nýttar við opinbert eftirlit hér á landi. Slíkar upplýsingar hafa verið formleg ákvörðunarástæða í einhverjum tilvikum. Þá kom í ljós að stofnanir, sem tóku þátt í rannsókninni, höfðu einnig nýtt upplýsingar með óformlegum hætti meðal annars til þess að fá betri tilfinningu fyrir tilteknum málum, bera kennsl á einstaklinga, afla upplýsinga um ferðir þeirra, eða til þess að hafa uppi á fólki.
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.