Abstract
Hatursorðræða er talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi í dag. Oft hefur verið vísað til tjáningar Donalds Trumps og stjórnmálamanna sem tengjast Brexit sem samþykktar á tjáningu haturs og, samhliða því, sköpunar jarðvegs til áframhaldandi haturstjáningar. Einnig deila ákveðnir fjölmiðlar hatursfullum boðskap gegn minnihlutahópum. Innan þessa jarðvegs haturs spretta upp ýmiskonar haturssamtök sem beita sér gegn minnihlutahópum, bæði í orði og með ofbeldi. Þessi grein skoðar heimasíður þar sem fram kemur neikvæð umfjöllun gegn minnihlutahópum á Íslandi. Fjallað er um heimasíður stjórnmálaflokka, fjölmiðla og haturssamtaka með það að markmiði að greina framsetningu þeirra á minnihlutahópum hérlendis. Til viðbótar eru tekin nokkur dæmi um neikvæð viðhorf til minnihlutahópa sem sjá má í umræðu stjórnmálamanna. Niðurstöðurnar endurspegla það að neikvæð tjáning í garð ólíkra minnihlutahópa er nokkuð almenn, en jafnframt má greina fjölgun á rýmum þar sem einstaklingum virðist finnast þeir geta tjáð mjög neikvæð viðhorf. Þá ber mest á neikvæðri tjáningu í garð múslíma.
Highlights
Hatursorðræða er talin vaxandi vandi í hinum vestræna heimi í dag
Growing hate speech in the global north has been seen as one characteristic of the present
This article focuses on hate speech in Iceland
Summary
Í skilgreiningum á haturstjáningu hafa fræðimenn undirstrikað að rétt eins og í rannsóknum á annarri orðræðu skiptir félagslegt og pólitískt samhengi haturstjáningar miklu máli, sem og staða þeirra sem orðræðan snýr að (sjá Maussen & Grillo 2014; Pejchal & Brayson 2016; Pohjonen & Udupa 2017). Í tveimur aðskildum hæstaréttardómum frá árinu 2017, þar sem tveir aðilar voru sakfelldir fyrir hatursorðræðu vegna neikvæðra ummæla þeirra um hinsegin fræðslu í hafnfirskum grunnskólum, var tekið fram í öðrum dóminum að tjáningin verði að fela í sér „slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu að telja megi hana til hatursorðræðu í garð þess sem henni er beint að“. Í hæstaréttardómi frá árinu 2002, sem var fyrsti dómurinn sem féll undir ákvæði 233a hérlendis og sneri að kynþáttahyggju, kemur fram að það kynþáttaníð sem farið var fram með í kærðum ummælum, þar sem m.a. var lögð áhersla á að „upphefja hvíta menn á kostnað manna af öðrum litarhætti“, væri til þess fallið að nauðsynlegt væri að skerða tjáningarfrelsi hins ákærða í ljósi réttinda fólks til að þurfa ekki að líða árásir vegna þjóðernis, litarháttar eða kynþáttar (Hrd. 461/2001). Samantektin er hluti stærri rannsóknar um hatursglæpi og haturstjáningu hérlendis og er hugsuð sem ákveðin kortlagning haturstjáningar, sem kallar á frekari rannsóknir og nákvæmari greiningu
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.