Abstract
Frumkvæði og sköpun nemenda eru áhersluþættir í íslenskum lögum og námskrá fyrir framhaldsskóla. Sömu áherslur má sjá í fjölþjóðlegri stefnumörkun í menntamálum. Gera má ráð fyrir að þær byggist á umfjöllun fræðimanna í nánast heila öld um mikilvægi þess að nemendur hafi eitthvað að segja um framkvæmd náms og kennslu, í stað þess að vera fyrst og fremst viðtakendur upplýsinga. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á tækifæri framhaldsskólanemenda til frumkvæðis við úrlausn viðfangsefna sem kennari leggur fyrir í kennslustundum, nánar tiltekið umfang þeirra og birtingarmynd. Byggt er á 130 vettvangslýsingum úr níu framhaldsskólum og viðtölum við 17 nemendahópa. Við greiningu gagna var stuðst við þriggja þrepa frumkvæðiskvarða: á fyrsta þrepi eru ekki tækifæri til frumkvæðis, á öðru er möguleiki á eða ætlast til einhvers frumkvæðis, en á því þriðja er frumkvæði nemenda og sköpun ráðandi. Tekið var saman umfang þess tíma sem nemendur unnu á hverju þrepi (mínútur taldar) og viðfangsefnum lýst. Meginniðurstöður leiddu í ljós að í 19% heildartímans fengust nemendur við viðfangsefni á 3. frumkvæðisþrepi (sköpun í gangi) og í 23% tímans á 2. þrepi. Alls tók 1. þrepið 58% heildartímans. Jafnframt voru möguleikar nemenda til frumkvæðis greindir í þremur flokkum kennsluhátta og ellefu námsgreinaflokkum. Frumkvæði í námi var nemendum almennt ekki ofarlega í huga. Niðurstöður gefa kennurum og skólastjórnendum tilefni til að ígrunda og endurskoða kennsluhætti í átt til meira frumkvæðis nemenda.
Talk to us
Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have
Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.