Abstract

Sú skoðun að kynslóðin sem nú vex úr grasi sé útsettari fyrir depurð en þær sem á undan hafa komið er útbreidd bæði á meðal almennings og fagaðila. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig algengi daglegrar depurðar íslenskra unglinga breyttist á árunum 2006–2018 og hvaða þættir tengdust daglegri depurð í fyrirlögn árið 2018. Notuð voru gögn úr rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna (e. Health Behaviour in School-Aged Children - HBSC). Frá árinu 2006 hefur þessi rannsókn verið lögð fyrir í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi og í síðustu fyrirlögn veturinn 2017–2018 fengust svör frá 7.159 nemendum. Niðurstöðurnar sýndu að tíðni daglegrar depurðar hafði aukist um þriðjung á tímabilinu, eða úr 5,8% árið 2006 í 7,6% árið 2018. Mjög slæm fjárhagsstaða fjölskyldu og svefnörðugleikar á hverri nóttu 25-földuðu líkurnar á því að unglingar fyndu fyrir depurð á hverjum degi. Að finnast maður vera alltof feitur 13-faldaði líkurnar, tíð áfengisneysla tífaldaði þær og einelti oft í viku nífaldaði þær. Þeir unglingar sem skilgreindu kyn sitt sem „annað“ en strákur eða stelpa, voru átta sinnum líklegri en jafnaldrar þeirra til að finna fyrir depurð daglega. Sama átti við um þá sem reyktu sígarettur eða kannabis reglulega. Fimmföldun á áhættu sást meðal þeirra sem notuðu rafrettur reglulega, áttu slök tengsl við foreldra eða við skóla. Slök vinatengsl þrefölduðu líkurnar. Aðrir þættir sem um það bil tvöfölduðu líkurnar voru annað fæðingarland unglings en Ísland og fæðingarland foreldra hans. Stelpur voru líka tvöfalt líklegri en strákar til að finna fyrir depurð nær daglega. Enn aðrir þættir höfðu veikari fylgni. Þannig voru 10. bekkingar helmingi líklegri en 6. bekkingar til að finna fyrir depurð daglega og óeðlileg skjánotkun jók líkurnar um 60%. Af niðurstöðunum má ráða að tíðni daglegrar depurðar meðal íslenskra unglinga hefur sannarlega aukist. Ýmsir þættir hafa fylgni við depurð unglinga en líklegast er að aukning í svefnörðugleikum skýri mest af þeirri aukningu sem sést.

Highlights

  • Ársæll ArnarssonSú skoðun að kynslóðin sem nú vex úr grasi sé útsettari fyrir depurð en þær sem á undan hafa komið er útbreidd bæði á meðal almennings og fagaðila

  • Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að um tíundi hver einstaklingur glími við geðraskanir í barnæsku eða á unglingsaldri

  • Taf la 3 sýnir að tengsl eru á milli kynlífsvirkni unglinga og daglegrar depurðar

Read more

Summary

Ársæll Arnarsson

Sú skoðun að kynslóðin sem nú vex úr grasi sé útsettari fyrir depurð en þær sem á undan hafa komið er útbreidd bæði á meðal almennings og fagaðila. Svörin við spurningunum voru kóðuð þannig að gildið 1 táknaði slök tengsl og í þann f lokk féllu þeir unglingar sem sögðust eiga erfitt eða mjög erfitt með að tala við foreldra sína. Kóðunin var hins vegar aðallega gerð til þess að reikna út samtölu fyrir tengsl við foreldra, þ.e. að skoða ekki einungis áhrif eins foreldris heldur tveggja eða f leiri þar sem það átti við. Til þess að skoða hvort tengsl væru á milli fæðingarlands unglinga eða foreldra þeirra og daglegrar depurðar, var þeim skipt upp í þrjá f lokka: 1) Fæddir á Íslandi líkt og foreldrarnir, 2) Annað hvort fæddir á Íslandi en báðir foreldrarnir voru erlendir eða voru fæddir erlendis og annað foreldrið var íslenskt, og 3) fæddir erlendis og báðir foreldrarnir sömuleiðis. Tengsl daglegrar depurðar á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk við fæðingarland þeirra eða foreldra, hlutfall (fjöldi)

Unglingur og báðir foreldrar fæddir erlendis
Haft samfarir?
Finnur fyrir depurð daglega
Áttu erfitt með að sofna vikulega eða oftar?
Tengsl við vini eru slök
Findings
Oft í viku
Full Text
Paper version not known

Talk to us

Join us for a 30 min session where you can share your feedback and ask us any queries you have

Schedule a call

Disclaimer: All third-party content on this website/platform is and will remain the property of their respective owners and is provided on "as is" basis without any warranties, express or implied. Use of third-party content does not indicate any affiliation, sponsorship with or endorsement by them. Any references to third-party content is to identify the corresponding services and shall be considered fair use under The CopyrightLaw.